„Ég veit að ég er í mjög góðu formi en er ekki búinn að sýna það“

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Ég veit að ég er í mjög góðu formi en er ekki búinn að sýna það“

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti í 10 km víðavangshlaupi á NCAA Great Lakes Regional í Terre Haute, Indiana á föstudag. Baldvin kom í mark á tímanum 30:59,8 mín og varð í 43. sæti af 235 keppendum en hans besti árangur í 10 km víðavangshlaupi er 30:10,6 frá Regional keppninni á síðasta ári. Þar með er víðavangstímabilnu hjá Baldvini lokið og tekur svo við innanhúss tímabilið í byrjun desember.

„Tímabilið gekk ekki nógu vel er búinn að æfa mjög vel og ég veit að ég er í mjög góðu formi en er ekki búinn að sýna það í keppnum. Víðavangshlaup hefur aldrei verið mín besta grein og hefði alveg viljað gera betur,“ sagði Baldvin.

Silfurleikar ÍR um helgina

Á laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR í Laugardalshöll. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Ég veit að ég er í mjög góðu formi en er ekki búinn að sýna það“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit