„Ég er ofboðslega þakklát“

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Ég er ofboðslega þakklát“

Erna Sóley Gunnarsdóttir náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í kúluvarpi í dag. Erna kastaði 16,68m í fyrsta kasti sem var hennar besti árangur í dag. Hún kastaði 15,73m í öðru kasti og svo 16,07m í því þriðja. Þetta er lengra en hún kastaði á EM í Munchen á síðasta ári og því hennar lengsta kast á stórmóti.

„Ég er ofboðslega þakklát að hafa fengið að keppa, það er alls ekki sjálfgefið að fá svona tækifæri á svona stóru móti. Ég tek bara reynsluna með, þetta er fyrsta HM hjá mér og alls ekki mitt síðasta“ sagði Erna eftir keppni.

Erna hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt töluvert til að komast í úrslit en tólfta sætið var með 18,59m. Erna varð fjórtánda í sínum kasthópi og 27. í heildina sem er glæsilegur árangur. Erna kom inn á mótið í 35. sæti og náði því að vinna sig upp um átta sæti.

Heildarúrslitin má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Ég er ofboðslega þakklát“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit