Hilmar Örn Jónsson (FH) hefur lokið keppni á EM í Róm. Hann kastaði 72,05 m. í annari umferð og gerði fyrsta og síðasta kast ógilt.
Hilmar hefði þurft að kasta 77,00 m. til að tryggja sér sæti í úrslitum eða vera í tólfta sæti í heildina. Tólfta sætið var með kast upp á 74,49 m. Hann hafnaði í tólfta sæti í sínum kasthópi og í 24. sæti í heildina.
“Ég er bara þokkalega ánægður með mína frammistöðu, ekki besta mót ársins en ekki það versta. Ég fýlaði mig vel en hefði auðvitað geta gert betur. Ég er bara þokkalega ánægður með þetta,” sagði Hilmar eftir keppni.
Hér má sjá viðtalið við Hilmar í heild sinni.
Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.