Helgina 15. – 17. mars verður Dwight Phillips með námskeið hér á Íslandi. Phillips var einn fremsti frjálsíþróttamaður heims fyrir nokkrum árum þar sem hans helsta keppnisgrein var langstökk, en var hann einnig frábær spretthlaupari. Hann varð fimm sinnum heimsmeistari í langstökki og fékk gull á Ólympíuleikunum 2004. Í spretthlaupi er hann á topp 20 lista yfir hröðustu 60 metra spretthlaupara allra tíma. Nú starfar hann sem þjálfari íþróttamanna í Atlanta, þar sem hann þjálfar heimsklassa íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum.
Föstudaginn 15. mars heldur hann fyrirlestur í HR sem er opinn öllum, en fyrirlesturinn heitir “7 ways to how I became a World and Olympic Champion”. Einnig heldur hann þriggja daga námskeið fyrir frjálsíþróttafólk og frjálsíþróttaþjálfara sem samanstendur af fyrirlestrum og æfingum 15. – 17. Mars.
Skráning á námskeiðið er á netfangið siljaulfarsdottir@gmail.com og er verðið 34.900 kr. Einnig verður hægt að skrá sig aðeins á dag eitt og þrjú eða dag tvö og þrjú fyrir 23.500 kr. Takmörkuð pláss í boði, bæði fyrir íþróttamenn og þjálfara.
Dagskrá námskeiðis
Föstudagur 15. mars
12.00 – fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur opinn öllum “7 ways to how I became a World and Olympic Champion”
15:00 – Fyrirlestur um spretthlaup (proper sprint mechanics)
16.30 – Æfing með áherslu á spretthlaup (active dynamic warm-up followed by a sprint session)
Laugardagur 16. mars
13:00 – Fyrirlestur um langstökk (jumping mechanics)
14:30 – Æfing (warm-up followed by jump training, approach, take-off)
Sunnudagur 17. mars
10:30 – Fyrirlestur (programming and weight training)
12:00 – Æfing (warm up followed by training)
Nánari upplýsingar veitir Silja Úlfarsdóttir í síma 6983223 og siljaulfarsdottir@gmail.com (eða facebook).
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að fá að læra af einum þeim besta í heiminum í sinni íþrótt.