„Dusta af sér rykið og byrja þetta“

Penni

2

min lestur

Deila

„Dusta af sér rykið og byrja þetta“

Tiana Ósk Whitworth (ÍR) er að koma sterk til baka úr meiðslum og keppti um helgina í 60 metra hlaupi á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana. Hún kom í mark á tímanum 7,54 sem er þriðji besti tíminn hennar. Tiana á best 7,47 frá 2018.

Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt 

Tiana Ósk

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. 

Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 km götuhlaupi í Valencia í gær. Hann kom í mark á tímanum 29:24 og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í 10.000m hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 en Íslandsmet hans í greininni er 28:36,80 sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra.

Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarsson.Penni

2

min lestur

Deila

„Dusta af sér rykið og byrja þetta“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit