Dóróthea Jóhannesdóttir skrifar undir samning við ÍR

Dóróthea á mjög frambærilegan árangur í fleiri greinum og er með lágmark í Afrekshóp unglinga í eftirfarandi greinum, 100m, 200m, langstökki, hástökki og þrístökki sem segir mikið til um getu hennar og fjölhæfni. Dóróthea er í efsta sæti á afrekaskrá 2009 í meyjaflokki í 100m og 200m utanhúss og í hástökki innanhúss.

 

 

Að þessu tilefni skrifaði Dóróthea undir samning við Frjálsíþróttadeild ÍR í gær og er myndi tekin við það tækifæri. Með henni á myndinni eru Margrét Héðinsdóttir formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR og Örvar Ólafsson yfirþjálfari unglinga. Soffía Theodóra Tryggvadóttir er einnig þjálfari Dórotheu.

 

Nánar á heimasíðu ÍR

FRÍ Author