Dómaranámskeið í Reykjavík og þjálfaranámskeið á Sauðárkróki

Mánudagskvöld, 7. janúar: 19:30-22:30
Miðvikudagskvöld, 9.janúar: 19:30-22:30
 
Þá fer fram upprifjunarnámskeið fyrir þá sem eru með dómararéttindi mánudaginn 14. janúar á sama stað kl. 20:00-22:00.
 
Kennari er Birgir Guðjónsson, formaður Tækninefndar FRÍ.
 
Umsjón með námskeiðinu hefur frjálsíþróttadeild Fjölnis og eru allir sem áhuga hafa velkomnir á námskeiðið. Félög eða einstaklingar eru beðnir um að skrá þátttöku til Guðlaugar Baldvinsdóttur: gulla@hugurax.is fyrir nk. mánudag og fyrir upprifjunarnámskeiðið fyrir mánudaginn 14. janúar.
 
 
 
Þá fer fram þjálfaranámskeið á Sauðárkróki um helgina á vegum UMSS. Um er að ræða byrjendanámskeið 1a og hafa um 15 þátttakendur skráð sig á námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu er Þráinn Hafsteinsson.

FRÍ Author