Dómaranámskeið í frjálsíþróttum í Borgarnesi

Námskeiðið sátu alls ellefu manns og  bættust við þá þrettán sem höfðu sótt námskeið í Borgarnesi 10. júní sl. Að þessu sinni hlutu tíu manns réttindi héraðsdómara nú, en einn réttindi greinastjóra, Björg Jóhannsdóttir (UMSB). Þeir sem hlutu réttindi héraðsdómara með prófi voru: Aðalheiður Kristjánsdóttir (UMSB), Flemming Jessen (UMSB), Guðbjartur Rúnar Magnússon (UDN), Guðmundur Sigurðsson (UMSB), Hafsteinn Óðinn Þórisson (UMSB), Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir (UMSB), Rósa Marinósdóttir (UMSB), Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir (UMSB) og Þórunn Jóna Kristinsdóttir (UMSB).
 

FRÍ Author