Dómaranámskeið

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dómaranámskeið

Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. júní 2022. Námskeiðið fer fram í Selinu á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi og eru allir velkomnir þangað, en námskeiðinu verður einnig streymt á netinu. Þá verður námskeiðið tekið upp og geta þeir sem það kjósa tekið námskeiðið á netinu þegar hentar, með því að horfa á upptökurnar og taka svo próf.

Á námskeiðinu verður farið yfir almenn atriði sem snúa að dómgæslu í frjálsum íþróttum auk þess sem farið verður yfir öll helstu atriði sem dómarar þurfa að hafa í huga við dómarastörf í hlaupum, köstum og stökkum auk fjölþrauta. Námskeiðinu lýkur með prófi. Með viðunandi árangri hefur þátttakandi hlotið réttindi héraðsdómara sem hefur gildistíma til loka árs 2026. Þeir sem hafa gild héraðsdómararéttindi geta endurnýjað réttindi sín með því að taka skriflega prófið án þess að sitja námskeiðið.
Námskeiðið hefst báða dagana kl. 19:00 og stendur yfir í 2-3 klukkustundir hvort kvöld. Í lok seinni dags er skriflegt próf sem tekur um 45 mínútur. Fyrirkomulag prófsins verður betur kynnt á námskeiðinu.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á iris@fri.is, ekki seinna en sunnudaginn 26. júní. Vinsamlegast takið fram nafn, netfang og félag (ef það á við). Ef félög sjá um að skrá þátttakendur á sínum vegum er mikilvægt að netföng allra þátttakenda komi fram. Þátttakendur fá í tölvupósti fundarboð (Microsoft Teams eða Zoom) ásamt námsgögnum og frekari upplýsingum. Björgvin Brynjarsson, formaður dómaranefndar FRÍ, mun kenna námskeiðið. Hægt er að fá réttindi greinadómara með því að horfa á upptökurnar um almenn atriði auk viðeigandi greinaflokks og taka próf sem snýr að þeim greinarflokkum sem áhugi er á.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dómaranámskeið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit