Dómaranámskeið í Reykjavík

Dagana 18.-19. janúar sl. var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík námskeið í dómgæslu í frjálsíþróttum. Kennarar voru Sigurður Haraldsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Samkvæmt venju var farið yfir almenn atriði og hlaup fyrri daginn en stökk og köst seinni daginn. Í lokin var skriflegt próf til héraðsdómararéttinda. Nokkrir sem höfðu áður fengið héraðsdómararéttindi komu seinni námskeiðsdaginn og tóku svo prófið.

 

Námskeiðið þótti takast með ágætum og var eftir því tekið hve umræður voru líflegar um ýmsa þætti í dómgæslunni. Allir sem tóku prófið luku því með fullnægjandi árangri og hlutu þar með réttindi sem héraðsdómarar í frjálsíþróttum. Þessir eru okkar nýjustu héraðsdómarar:
Arna Friðriksdóttir, FH
Ársæll Guðjónsson, Breiðabliki,
Birna G. Magnadóttir, FH
Elva Björk Sveinsdóttir, FH
Greta Jessen, Fjölni,
Guðlaugur Jónsson, Umf. Tálknafjarðar
Hreinn Ólafsson, Fjölni
Jóhann Ingibergsson, FH
Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR
Sigurður Magnússon, Breiðabliki
Sigurður Andrés Sigurðarson, Breiðabliki,
Smári Björn Guðmundsson, Breiðabliki
Sveinn Bjarki Þórarinsson, FH
Úlfar Linnet, FH
Þorgrímur H. Guðmundsson, Fjölni