Dómaranefnd FRÍ boðar til námskeiðs þar sem kennd verða undirstöðuatriði ræsinga í styttri og lengri hlaupum. Farið verður yfir:
- Hvernig á að að ræsa hlaup
- Hvernig á að meta og dæma þjófstört
- Hvernig á að tryggja sanngjarna ræsingu fyrir alla keppendur
- Hvar best er að staðsetja ræsi og aðstoðarræsa
- Notkun þjófstartsbúnaðar og fleira
Námskeiðið verður haldið í fundarsal ÍSÍ og í Laugardalshöllinni þann 1. apríl klukkan 10:00-15:00 og verður boðið upp á hádegismat. Námskeiðið er tvískipt:
10:00-12:00 Stuttur fyrirlestur og umræður
12:30 – 15:00 Verklegur hluti þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á ræsingum við ýmsar aðstæður sem geta komið upp í hlaupum.
Skráning fer fram á skrifstofa@fri.is og þarf að koma fram fullt nafn og félag. Það eru engin þátttökugjöld og eru öll félög hvött til að senda fulltrúa á námskeiðið. Ef skráning er mikil gæti þurft að takmarka þátttakendafjölda. Ekki er krafa um að þátttakendur hafi gild héraðsdómararéttindi.