Dómaranámskeið fyrir alla

Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði þriðjudaginn 1. og miðvikudaginn 2. júní 2021. Námskeiðið fer fram á netinu, í gegnum fjarfundarbúnað og eru því allir velkomnir, óháð staðsetningu.

Námskeiðið hefst báða dagana kl. 19:00 og stendur yfir í 2-3 klukkustundir hvort kvöld. Í lok
seinni dags er skriflegt próf sem tekur um 45 mínútur. Fyrirkomulag prófsins verður kynnt á
námskeiðinu. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á iris@fri.is, ekki seinna en
föstudaginn 28. maí. Vinsamlegast takið fram við skráningu hvort þátttakandi hyggist taka
prófið og öðlast héraðsdómararéttindi eða aðeins öðlast réttindi greinadómara. Það er þó ekki
bindandi skráning.

Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi formaður dómaranefndar FRÍ mun kenna námskeiðið.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.