Dómaranámskeið á Höfn í Hornafirði

Héraðsdómaranámskeið fór fram á Höfn í Hornafirði dagana 27-28. maí sl. og var kennari Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar FRÍ. Alls sátu 13 manns námskeiðið að meira eða minna leyti og 11 tóku síðan skriflegt próf í lokin. Öll þau sem tóku héraðsdómaraprófið náðu því og teljast vera með réttindi sem slík út árið 2022. Þessi eru nýir héraðsdómarar í frjálsíþróttum:

Ásgerður K. Gylfadóttir, Berglind Steinþórsdóttir, Erla Þórhallsdóttir, Fjóla Hrafnkelsdóttir, Haukur Ingi Einarsson, Helga Árnadóttir, Ingólfur Baldvinsson, Jónína Kristín Ágústsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Sandra Sigmundsdóttir og Sigrún Gylfadóttir. Öll eru þau í UMF Sindra á Höfn, sem heyrir til Ungmennasambandinu Úlfljóti.