Dómaranámskeið á Egilsstöðum

Dagana 19. og 20. júlí sl. var haldið í Félagsheimili Hattar, sem er í vallarhúsinu við Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum, námskeið í dómgæslu í frjálsíþróttum. Kennari var Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar FRÍ. Samkvæmt venju var farið yfir almenn atriði og hlaup fyrri daginn en vallargreinar seinni daginn. Í lokin var skriflegt próf. Allir þátttakendur sem tóku prófið reyndu við full héraðsdómararéttindi og allir stóðust það.

Eftirtaldir ellefu einstaklingar eru okkar nýjustu héraðsdómarar í frjálsíþróttum:

Aðalsteinn Þórhallsson, Ásta Svandís Jónsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir, Helga Jóna Svansdóttir, Hjördís Ólafsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Sverrir H. Sveinbjörnsson, Þórarinn Ásmundsson og Örvar Þór Guðnason. Öll eru þau í Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands, UÍA.