Dómaranámskeið

Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar 2020.

Fyrra kvöldið verður farið yfir almenn atriði varðandi dómgæslu og hlaupagreinar. Seinna kvöldið verður farið yfir vallargreinar, þ.e. stökk og köst auk fjölþrauta. Í boði er fullt námskeið sem lýkur með skriflegu prófi og að því loknu og með viðunandi árangri hefur þátttakandi hlotið réttindi héraðsdómara sem hefur gildistíma til loka árs . Þeir sem hafa héraðsdómararéttindi eldri en fjögurra ára, geta endurnýjað réttindi sín með því að taka skriflega prófið án þess að sitja námskeiðið. Þá verður einnig möguleiki að taka einungis almenna hlutann og svo hlaup, stökk eða köst og þar með fá réttindi greinadómara í hlaupum, stökkum eða köstum. Ekki þarf að taka próf ef einungis er ætlað að ná sér í réttindi greinadómara. Þess ber að geta að prófið að loknu námskeiði tekur að jafnaði um 30-45 mínútur og próftakar mega hafa með sér gögn.

Námskeiðið hefst báða dagana kl. 18:30 og lýkur á þriðjudeginum um eða upp úr kl. 21:30 en miðvikudeginum lýkur kennslu um kl. 21:00. Að því loknu er skriflegt próf sem tekur um 45 mínútur. Bæði kvöldin verður boðið upp á hressingu í hléum. Námskeiðið verður haldið á 3. hæð í sal E í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal, Engjavegi 6. Þátttakendur geta skráð sig með tölvupósti til skrifstofu FRÍ, iris@fri.is. Kennarar á námskeiðinu verða Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ og alþjóðlegur dómari í frjálsíþróttum.

Frítt er á námskeiðið.