Dómaranámskeið 23.-24. janúar 2019

Haldið var í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík héraðsdómaranámskeið í frjálsíþróttum 23.-24. janúar sl. Boðið var upp á fullt tveggja kvölda námskeið, sem tíu einstaklingar sátu og tóku próf að því loknu. Að auki tóku héraðsdómarapróf tveir sem áður höfðu setið slíkt námskeið. Þá var einn sem tók hluta námskeiðs og fékk greinastjóraréttindi í kastgreinum. Árangur í prófunum var yfirleitt mjög góður þar sem meirihluti fékk ágætiseinkunn.

Eftirtaldir eru nýir og endurnýjaðir héraðsdómarar í frjálsíþróttum: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir (FRÍ), Auður Ólafsdóttir (Fjölnir),  Bjarki Valur Bjarnason (FH), Einar Vilhjálmsson (ÍR), Guðlaug Baldvinsdóttir (Fjölnir), Helgi Björnsson (ÍR), Marta María B. Siljudóttir (ÍR/Þór), Stefán Ragnar Jónsson (Breiðablik), Unnur S. Kristleifsdóttir (Afturelding), Þórdís Gísladóttir (ÍR), Þráinn Hafsteinsson (ÍR) og Örvar Ólafsson (Ármann). Þá stóðst Bergur Ingi Pétursson (ÍR) greinastjórapróf í köstum.