Dómaranámskeið

 Dagana 14. og 15. mars sl. var haldið í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík námskeið í dómgæslu í frjálsíþróttum. Kennarar voru Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Haraldsson. Fyrri daginn var farið yfir almenn atriði í dómgæslu og einnig hlaupagreinar. Seinni daginn var farið yfir vallargreinarnar, stökk og köst. Í fyrsta sinn var boðið upp á að fá titil greinastjóra, þ.e. sitja fyrirlestra um almenna hlutann og einhvern greinaflokkinn, hlaup, stökk eða köst, en einnig að sitja allt námskeiðið og taka próf í lokin og þar með öðlast héraðsdómararéttindi. Í námskeiðinu voru það allir sjö þátttakendurnir sem völdu héraðsdómaraprófið. Þeir sem luku prófi og hlutu þar með réttindi sem héraðsdómarar í frjálsíþróttum voru: Brynjar Gunnarsson, ÍR, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, UMF Selfoss, Hafdís Sigurjónsdóttir, UMF Gnúpverja, Ólafur Pétur Pálsson, ÍR, Sunna Ipsen, Ármanni, Sveinn Sampsted, Breiðablik og Þorgrímur H. Guðmundsson, Fjölni.

Þá ber að geta þess, þar sem þess hefur ekki verið getið á heimasíðu FRÍ áður, að námskeið var einnig haldið á Sauðárkróki þann 12. ágúst 2015. Var það í tengslum við MÍ 15-22 ára, sem þar fór fram dagana 15.-16. sama mánaðar. Kennari var Sigurður Haraldsson. Eftirtaldir tólf félagar í UMSS luku prófi sem héraðsdómarar í frjálsíþróttum: Gestur Sigurjónsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðrún Margrét Sigurðardóttir, Kári H. Árnason, Margrét Helgadóttir, Sigurður Arnar Björnsson, Sigurjón Leifsson, Stefán Guðmundsson, Thelma Knútsdóttir, Una Aldís Sigurðardóttir, Vésteinn Þór Vésteinsson. 

FRÍ Author