Daníel Ingi stórbætti tólf ára met

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Daníel Ingi stórbætti tólf ára met

Daníel Ingi Egilsson stórbætti í dag tólf ára gamalt Íslandsmet í þrístökki karla.

Daní­el Ingi stökk lengst 15,49 metra og stórbætti þar með Íslandsmet Krist­ins Torfa­son­ar frá ár­inu 2011. Matið var áður 15,27 metr­ar.

Í fyrsta stökki jafnaði Daní­el Ingi móts­met Krist­ins, 15,23 metra. Annað stökkið var ógilt en í þriðja stökkinu bætti hann metið með stökki upp á 15,35 metra. Daní­el náði öðru glæsilegu stökki í fjórðu umferð, 15,30 metrar. Fimmta stökk hans var dæmt ógilt en í síðustu umferð stór­bætti hann Íslands­metið og mældist stökkið 15,49 metrar.

„Þetta er örugglega besta sería sem ég hef átt í langan tíma. Ég fýlaði mig rosalega vel í dag og fann eftir fyrsta stökkið að kannski væri þetta dagurinn sem ég myndi loksins ná að fara yfir metið,“ sagði Daníel.

Daníel keppir svo í langstökki á morgun klukkan 11:45.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Daníel Ingi stórbætti tólf ára met

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit