Daníel Ingi með gull í Köben

Penni

< 1

min lestur

Deila

Daníel Ingi með gull í Köben

Daníel Ingi Egilsson (FH) varð í dag Norðurlandameistari í þrístökki karla og stórbætti um leið sinn persónulega árangur. Daníel stökk 15,98 (+1.2) í fimmtu umferð. Daníel á Íslandsmetið innanhúss sem er 15:49m og nálgast hann nú met Vilhjálms Einarssonar utanhúss sem er 16,70m. Daníel átti best 15,31m utanhúss.

Ísland vann einnig til tveggja silfurverðlauna. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) er í stórkostlegu formi og sýndi það í dag þegar hann hljóp á 10,29 sek. (+2.4) sem skilaði honum öðru sætinu í 100m hlaupi karla. Líkt og í hlaupinu á Selfossi var tíminn vel undir Íslandsmeti Ara Braga Kárasonar sem er 10,51 sek. Vindurinn var rétt yfir leyfilegum mörkum til að fá Íslandsmet staðfest og er það því ekki spurning um hvort heldur hvenær hann bætir metið.

Hilmar Örn Jónsson (FH) varð annar í sleggjukasti karla. Hilmar kastaði lengst 73,28 metra sem kom í annarri umferð og var aðeins níu sentímetrum frá fyrsta sætinu.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) var í fjórða sæti í 100m hlaupi á tímanum 11,73 sek. og var þetta hennar fyrsta hlaup á tímabilinu.

Hafdís Sigurðardóttir (UFA) náði sínum ársbesta árangri í langstökki og hafnaði í fjórða sæti. Hún stökk lengst 6,22m (+1,0) sem kom í öðru stökki.

Hlynur Andrésson (ÍR) keppti í 5000m hlaupi en var því miður dæmdur úr leik.

Úrslit mótsins má finna hér.

Keppnin heldur áfram á morgun og má sjá dagskrá íslenska liðsins hér:

Irma Gunnarsdóttir | Þrístökk | 9:00

Guðni Valur Guðnason og Mímir Sigurðsson | Kringlukast | 9:05

Dagbjartur Daði Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson | 10:20

Daníel Ingi Egilsson | Langstökk | 11:30

Vigdís Jónsdóttir | Sleggjukast | 11:35

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir | 200m | 11:40

Kolbeinn Höður Gunnarsson | 200m | 12:00

Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma

Hægt er að fylgjast með streymi hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Daníel Ingi með gull í Köben

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit