Daníel Ingi bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars

Penni

2

min lestur

Deila

Daníel Ingi bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars

Daníel Ingi Egilsson (FH) varð í dag Norðurlandameistari í langstökki og tvíbætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. Í þriðju umferð stökk Daníel 8,01 m. og bætti Íslandsmetið um einn sentimeter, í umferðinni þar á eftir gerði hann sér lítið fyrir og bætti metið um 20 sentimetra til viðbótar, 8,21 m. Þetta stökk tryggði hon­um keppn­is­rétt á EM sem fram fer í Róm 7.-12. júní. Einnig gefur þetta hon­um mögu­leika á sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís í sum­ar en lág­markið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur í heiminum og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslista. Sjá hér.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) varð Norðurlandameistari í kringlukasti. Hann kastaði lengst 60,71 m. og gerði það í tvígang.

Birta María Haraldsdóttir (FH) hafnaði í öðru sæti í hástökki og var aðeins einum sentimeter frá 34 ára gömlu Íslandsmeti Þórdísar Lilju Gísladóttur er hún stökk 1,87 m. Þetta var bæting um fjóra sentimetra hjá Birtu og átti hún góðar tilraunir á 1,89 m. Hlekkur á myndband hér. Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) keppti einnig í hástökki. Hún stökk 1,76 m. og var í áttunda sæti.

Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) hafnaði í öðru sæti í spjóti, hann kastaði 78,82 m. Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) keppti einnig í spjótkasti. Hann kastaði 76,05 m. og hafnaði í sjötta sæti.

Aníta Hinriksdóttir (FH) varð önnur í 800m er hún hljóp á tímanum 2:05,42 mín.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði kúlunni 17,20 m. og hafnaði í öðru sæti.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) og Eir Chang Hlésdóttir kepptu í 200m. Kolbeinn hljóp á 21,59 sek. og hafnaði í fimmta sæti í B-úrslitum og fjórtánda sæti í heild. Eir hljóp á 24,46 sek. sem er persónuleg bæting. Hún var þriðja í B-úrslitum og fimmta í heild.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) keppti í 100m grindahlaupi og hljóp á tímanum 14,08 m. Hún hafnaði í sjötta sæti í sínum riðli og í þrettánda sæti í heild.

Myndir frá deginum má finna hér.

Úrslit mótsins má finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Daníel Ingi bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit