Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem fram fór á Kópavogsvelli. Það var Dagur Fannar Einarsson (ÍR) sem varð Íslandsmeistari í tugþraut karla og hlaut hann 6286 stig. Í öðru sæti var Andri Fannar Gíslason (KFA) og hlaut hann 6178 stig. Í þriðja sæti var Reynir Zoëga (ÍR) með 5099 stig.
Birnir Vagn Finnson (UFA) varð Íslandsmeistari í tugþraut 18-19 ára og hlaut hann 6065 stig.
Í sjöþraut stúlkna 16-17 ára var það Ísold Sævarsdóttir (FH) sem sigraði og hlaut hún 5128 stig sem er einungis 14 stigum frá aldursflokkameti hennar sem hún setti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóvakíu í síðasta mánuði. Í öðru sæti var Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) með 4733 stig. Í þriðja sæti var Hekla Magnúsdóttir (ÁRMANN) með 4377 stig.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.