Dagbjartur og Sindri með góðar bætingar

Javelin festival í Jena fór fram í dag þar sem Dagbjartur Daði og Sindri Hrafn voru meðal keppenda.

Dagbjartur var með glæsilega 4 metra bætingu og er kominn í 75 metra klúbbinn. Hann kastaði 76,19 metra og sigraði í sínum flokki.

Sindri Hrafn bætti einnig sinn perónulega árangur. Hann kastaði lengst 80,91 metra í fyrsta kasti.