Dagbjartur og Sindri keppa á EM á morgun

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dagbjartur og Sindri keppa á EM á morgun

Dagur fimm á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum er á morgun og munu þeir Dagbjartur Daði (ÍR) og Sindri Hrafn (FH) taka þátt í undankeppni í spjótkasti. Dagbjartur keppir kl.11:00 á íslenskum tíma og er í kasthópi A. Sindri keppir kl.12:25 á íslenskum tíma og er í kasthópi B.

Alls eru fimmtán keppendur í báðum kasthópum og þurfa þeir að kasta 82,00 m. til að komast beint áfram í úrslitakeppnina eða vera meðal tólf efstu. Úrslitin eru miðvikudaginn 12. júní kl. 18:28 á íslenskum tíma.

Lengsta kast Dagbjarts er 79,57 m. sem hann kastaði á Meistaramóti Íslands árið 2021. Í ár hefur hann kastað lengst 74,45 m.

Sindri hefur kastað 81,21 m. lengst á ferlinum en það var á USATF Throwers Elite sem fram fór í maí síðastliðinn.

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst útsending kl. 7:35.

Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit á mótinu. 

Hægt er að lesa meira um íslensku keppendurna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dagbjartur og Sindri keppa á EM á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit