Dagbjartur og Sindri á leið til Eugene

Dagbjartur Daði Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson eru einu Íslendingarnir sem náðu að tryggja sér sæti á Bandaríska Háskólameistaramótið sem fram fer dagana 9.-12. Júní í Eugene, Oregon. Hilmar Örn náði ársbesta í Slóveníu.

Sindri var með lengsta kastið í allri forkeppninni og kastaði hann 79,83 í fyrsta kasti sem er ársbest hjá honum. Þetta er einnig lengsta kast í allri NCCA í ár en það var Dagbjartur sem átti lengsta kastið, 78,66 metrar. Dagbjartur var annar í keppninni með 78,51 metra sem er annað lengsta kast hans á ferlinum. 

Erna Sóley Gunnarsdóttir var hársbreidd frá því að komast með spjótkösturunum til Eugene en hún endaði í þrettánda sæti með kast upp á 16,57 metra. Aðeins tólf efstu sætin komast áfram á Bandaríska Háskólameistaramótið.

Önnur úrslit

  • Vigdís Jónsdóttir (sleggjukast)  59,74m – 23. sæti
  • Baldvin Þór Magnússon (5000m)  14:59.30 – 47. sæti
  • Thelma Lind Kristjánsdóttir (kringlukast) 48,81m – 33. sæti

Úrslit East Preliminary

Úrslit West Preliminary

Hilmar á ársbesta

Hilmar Örn Jónsson keppti á 21. Mednarodni miting Slovenska Bistrica í Slóveníu á laugardag. Hann sigraði mótið með kast upp á 74,57 metra sem er ársbesta hjá honum. Sleggja karla var sérstök minningargrein á mótinu (Stepišnikov memorial). Næst á dagskrá hjá Hilmari er mót í Tatabánya í Ungverjalandi, 5. Júní.