Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) varð hársbreidd frá gulli á Evrópubikarkastmótinu sem fór fram í Leira í Portúgal um helgina. Hann kastaði lengst 78,56 metra sem var aðeins einum sentímetra frá fyrsta sætinu. Það var Portúgalinn Leandro Ramos sem sigraði í greininni með kasti upp á 78,57 metra.
Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Mímir Sigurðsson (FH) kepptu í kringlukasti í kasthópi A í gær. Guðni varð áttundi með kast upp á 60,89 metra og Mímir varð fimmtándi með 55,44 metra. Í heildina varð Mímir í 23. sæti.
Vigdís Jónsdóttir keppti í sleggjukasti í B-kashópi í morgun. Hún kastaði lengst 62,46 og hafnaði í níunda sæti í kasthópi sínum, 24. sæti í heildina.
Hilmar Örn Jónsson (FH) keppti í sleggjukasti í kasthópi A í gær og kastaði lengst 69,27 metra og varð þrettándi í kasthópi sínum, 18. sæti í heildina.