Chelsey Sveinsson fjórða í 1.500 m hlaupi

Hin hálf-íslenska Chelsey Birgisdóttir Sveinsson, sem keppir fyrir Bandaríkin á HM ungmenna, varð í 4. sæti í 1.500 m hlaupi eftir nokkuð jafna keppni framan af.tími Chelsey var 4 mín. 20,29 sek.
 
Þegar um 200 m voru eftir stakk hin kenýska Nelly Chebet Ngelywo keppninauta sína af og sigraði á besta tíma ársins í þessum aldursflokki á 4:12,76 mín. Í öðru sæti var Cete Dima frá Eþjópíu á 4:15,16 mín. en hún leiddi hlaupið lengst af og þriðja var síðan Amela Terzic frá Serbíu á tímanum 4:16,71 mín.

FRÍ Author