Chelsey áfram á HM ungmenna

Hin hálf-íslenska Chelsey Sveinsson komst áfram í milliriðla í 1.500 m hlaupi á HM ungmenna sem nú fer fram í Bressanone í norðurhluta Ítalínu eða Suður-Týról.Tími hennar var 4:20,08, en hún var í 2. sæti í sínum riðli.
 
Sveinbjörg Zophaníasdóttir úr ÚSÚ keppir í sjöþraut á mótinu og hefur hún keppni kl. 7:30 á föstudaginn, en keppni lýkur í sjöþrautinni um kl. 16 á laugardag.

FRÍ Author