Afreksstarf hefst á höfuðborgarsvæðinu

FRÍ fagnar því að nú geti æfingar afrekshópa aftur farið fram í mannvirkjum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá ÍSÍ sem fylgir hér að neðan, en má einnig á vef ÍSÍ hér: „Fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins funduðu nú síðdegis með ÍSÍ, sérsamböndum þess, ÍBR, ÍBH, UMSK og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna […]

meira...

Guðlaug varaformaður og Kári Steinn gjaldkeri í nýrri stjórn FRÍ

Á fyrsta fundi stjórnar FRÍ í liðinni viku skipti stjórn með sér verkum. Helstu tíðindi eru þau að Guðlaug Baldvinsdóttir sem verið hefur gjaldkeri FRÍ undanfarin tvö tímabil starfstímabil tekur nú að sér hlutverk varaformanns. Við hlutverki gjaldkera tekur hlauparinn og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Gunnar Svavarsson gegnir áfram hlutverki ritara og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sem […]

meira...

61. Frjálsíþróttaþingi slitið í Kópavogi

61. Frjálsíþróttaþingi var slitið í dag í Kópavogi. Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir voru þingforsetar og stýrðu þinginu af mikilli röggsemi. Ekki veitti af því alls voru afgreiddar 54 þingtillögur. Hjálpaði mjög til að þingið var rafrænt, í fyrsta sinn, sem jók á skilvirkni þess. Góðir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni. […]

meira...

Nýr verkefnastjóri ráðinn á skrifstofu FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ráðið Magneu Dröfn Hlynsdóttur íþróttafræðing í starf verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ. Magnea Dröfn var ráðin úr stórum og sérstaklega glæsilegum hópi umsækjenda. Er þeim hér með öllum þakkaður sýndur áhugi. FRÍ er sérstaklega ánægt að fá Magneu Dröfn til liðs við sig á þessum uppgangstímum í starfi hreyfingarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur […]

meira...

Ný heimasíða tekin í notkun

Í dag hleyptum við hjá FRÍ af stokkunum nýrri heimasíðu. Vonandi kunna notendur vel að meta breytingarnar. Síðunni er ætlað að þjóna enn betur lesendum okkar og þeirra margbreytilega áhuga og ástæðum fyrir að leita sér upplýsinga hjá FRÍ. Þó við séum að reyna að gera vel er áreiðanlega eitthvað sem má betur gera. Við værum […]

meira...

Val á landsliði utanvegahlaupara

Langhlaupanefnd FRÍ hefur gengið frá vali á hlaupurum sem keppa munu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum laugardaginn 10.júní í Badia Prataglia, Ítalíu. Þeir sem hafa verið valdir eru: Konur: Elísabet Margeirsdóttir 621 ITRA stig Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 582 ITRA stig Sigríður Björg Einarsdóttir 577 ITRA stig Þóra Magnúsdóttir 577 ITRA stig Karlar: Þorbergur […]

meira...

Dómaranámskeið 18. og 19. janúar

FRÍ býður til námskeiðs til héraðsdómararéttinda í frjálsíþróttum dagana 18. og 19. janúar 2017. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ að Engjavegi 6 í Laugardal og hefst báða dagana kl. 18:00. 
meira...

Stjórn FRÍ sækir félögin heim

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands ákvað í haust að sækja frjálsíþróttafélögin heim í hérað. Tilgangurinn er fyrst og fremt að heyra hvað er efst á baugi hjá hverju félagi fyrir sig. Starfsemin er ólík á milli félaga og því er mjög gagnlegt fyrir stjórn að heyra um helstu verkefni, hindranir og árangur. Einnig vill FRÍ nota tækifærið í þessum heimsóknum til að fylgja eftir bréfi sem sent var sveitarfélög um landið í nóvember síðastliðnum þar sem sveitarfélög voru hvött til áframhaldandi viðhalds og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum, því eru fulltrúar bæjarins líka boðaðir á fundina. 
meira...
X
X