Boðið uppá gisting um helgina í tengslum við MÍ 11-14 ára

Boðið verður uppá gistingu í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði sem í 1.km fjarlægð frá Kaplakrika. Þeir sem ætla að nýta sér það vinsamlegast sendið tölvupóst sem fyrst á Sigurð Haraldsson formann FH, þar sem þið tilgreinið fjölda þeirra sem gista og hvort að þið komið á föstudeginum eða á laugardeginum. Kostnaður er kr. 1000 nóttin per […]

meira...

Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 1.000.000 í styrk

Í gær fékk FRÍ úthlutað styrk úr styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ að upphæð kr. 1.000.000 vegna stórmóta- og úrvalshóps. Framtíðin er svo sannarlega björt í frjálsum íþróttum með fjölmörgu efnilegu ungu fólki sem stefnir hátt. Á næsta ári er fyrirhugaður fjöldi verkefna á vegum FRÍ fyrir þennan aldur og þegar hafa nokkrir af þessum íþróttamönnum náð lágmörkum inn á stórmót næsta sumars. Fyrir hönd stórmóta- og úrvalshóps tóku við styrknum Tristan Freyr Jónsson, Þórdís Eva Steinsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. 
meira...

Aðventumót Ármanns

Á laugardaginn fer fram Aðventumót Ármanns. Um er að ræða þrískipt mót, fyrir 1-4 bekk, 5-8 bekk og konur og karla. Alls eru skráðir 315 keppendur á mótið, það má því búast við líflegri Laugardalshöll á morgun. Keppni hefst á yngstu keppendunum kl. 9.00. Við hvetjum sem flesta til að mæta í höllina og fylgjast með flotta frjálsíþróttafólkinu okkar.
meira...

Aðventumót FH – Þrautabraut fyrir 1-4 bekk

Á morgun laugardag verður haldið Aðventumót FH í Kaplakrika. Um er að ræða þrautabraut fyrir 1-4 bekk og hefst keppni klukkan 11. Hvetjum alla frjálsíþróttakappa á þessum aldri til að mæta. 
  
 
 
meira...

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll

Það verður líf og fjör í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Silfurleikar ÍR fara fram. Þegar eru skráðir rúmlega sexhundruð keppendur til leiks og má búast við spennandi keppni. Silfurleikar voru fyrst haldnir árið 1996 og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu.
 
 
 
meira...
1 2
X
X