Metþátttaka á Silfurleikum ÍR í Laugardalshöll á morgun

Siflurleikar ÍR fara fram á morgun með 469 keppendur skráða. Það er metþátttaka en mótið var fyrst haldið haustið 1996 og hefur verið haldið árlega síðan undir nafninu Haustleikar ÍR. Í fyrra var nafni mótsins breytt í Silfurleika ÍR til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar sem hann vann á Ólympíuleikunum í Melbourne í nóvmember 1956. Keppt er í flokkum 16 ára og yngri og hefst keppni í yngstu aldursflokkum kl. 09:00 í fyrramálið, áætluð mótslok eru um kl. 17.
meira...

Góður dagur í Laugardalnum í dag

Í dag var aðal dagurinn í æfingabúðum landsliðs FRÍ og jafnframt unglingalandsliðsins. Dagurinn byrjaði á góðri æfingu í frjálsíþróttahöllinni og síðan fór allur hópurinn á Salatbarinn sem óhætt er að mæla með enda veislumatur í boðið þar.
meira...

Dagskrá fyrir æfingabúðir landsliðs- og úrvalshóps um helgina

Á morgun hefjast æfingabúðir fyrir meðlimi landsliðshóps og úrvalshóps unglinga hjá FRÍ.
Af því tilefni hefur FRÍ fengið finnskan þjálfara, Mika Järvinen, sem gestaþjálfara og fyrirlesara í þessar æfingabúðir, en auk hans munu nokkir íslenskir þjálfarar koma að þjálfun í æfingabúðunum.
meira...

Æfingabúðir FRÍ byrja vel.

Æfingabúðir landsliðs og unglingalandsliðs FRÍ hófust í kvöld með fundi í fundarsal ÍSÍ. Egill Eiðsson framkvæmdastjóri FRÍ fór yfir dagsskrá helgarinnar og helstu fyrirlestra sem verða fluttir.
meira...

Ný heimasíða FRÍ

Nú er hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Nýja síðan er hönnuð í vefforriti frá Idega og er fyrsta síðan sem er hönnuð með þessu vefverkfæri. ÍSÍ og Idega hafa verið í samstarfi um gerð þessa heimasíðutóls ásamt félaga og umsýsluforritinu Felix.
meira...
1 277 278 279
X
X