Sveinasveit FH bætti metin í 4x200m og 4x400m

Sveinasveit FH bætti þrjú aldursflokkamet á Jólamóti FH í gær. Fyrst hlupu þeir 4×200 m boðhlaup á tímanum 1:36,83 mín og bættu met sem sveit ÍR átti um 11/100 úr sek. Þá hlupu þeir 4×400 m boðhlaup á tímanum 3:40,65 mín og bættu sveinamet sem sveit ÍR átti um tæpar 4 sek. og einnig drengjametið (17-18 ára) sem sveit Breiðabliks átti um tæpar tvær sek.
meira...

Fellur Íslandsmet í Íslandsmetum á árinu?

Nú þegar árið 2007 er að renna sitt skeið stefnir allt í að Íslandsmet í Íslandsmetum gæti fallið á árinu. Friðrik Þór Óskarsson hefur haldið utan um skráningu afreka fyrir frjálsíþróttasambandið undanfarin níu ár án hvíldar og vonandi heldur hann áfram að vinna sitt mikla og mikilvæga starf fyrir sambandið áfram.
meira...

Innanhússmótaskráin á næsta ári

Upplýsingar um dagsetningar helstu innanhússmóta eru komnar inn undir mótaskrá hér á síðunni, en mótaskrá FRÍ fyrir allt árið verður tekin fyrir á fundi stjórnar nk. þriðjudag og í framhaldinu verða öll helstu mót á vegum FRÍ sett á netið.
meira...

Metþátttaka á Silfurleikum ÍR í Laugardalshöll á morgun

Siflurleikar ÍR fara fram á morgun með 469 keppendur skráða. Það er metþátttaka en mótið var fyrst haldið haustið 1996 og hefur verið haldið árlega síðan undir nafninu Haustleikar ÍR. Í fyrra var nafni mótsins breytt í Silfurleika ÍR til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar sem hann vann á Ólympíuleikunum í Melbourne í nóvmember 1956. Keppt er í flokkum 16 ára og yngri og hefst keppni í yngstu aldursflokkum kl. 09:00 í fyrramálið, áætluð mótslok eru um kl. 17.
meira...

Góður dagur í Laugardalnum í dag

Í dag var aðal dagurinn í æfingabúðum landsliðs FRÍ og jafnframt unglingalandsliðsins. Dagurinn byrjaði á góðri æfingu í frjálsíþróttahöllinni og síðan fór allur hópurinn á Salatbarinn sem óhætt er að mæla með enda veislumatur í boðið þar.
meira...
1 271 272 273 274
X
X