Brúarhlaupið og MÍ í hálfu maraþoni, 4. sept. nk.

Flokkaskipting er í 10 km og hálfmaraþoni og í þeim flokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki. Íslandsmeistaramót í hálfu maraþoni fer fram í Brúarhlaupinu þetta árið á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands.

Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark. Skráningargjöld í forskráningu eru 1200,- kr fyrir 14 ára og eldri og 600,- kr fyrir 13 ára og yngri, í allar keppnisgreinar, nema í 10 km hlaup þar sem skráningargjald er 3000,-kr og í hálf maraþon þar sem skráningargjald er 3500,-kr. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald, fyrir sig og tvö börn, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt. Forskráningu líkur á netinu á hlaup.is, fimmtudaginn 2.september kl. 18. Eftir það eru skráningargjöldin 1400,- kr fyrir 14 ára og eldri og 800,- kr fyrir 13 ára og yngri. Einnig hækkar skráningargjald í 10 km hlaupi í 3500,- og í hálf maraþoni í 4000,-, eftir að forskráningu líkur.

 

FRÍ Author