Brautarmet hjá Arnari í Fjölnishlaupinu

Í öðru sæti var Hugi Harðarson, Fjölni, einnig á persónulegri bætingu 35:59 mín. Í þriðja sæti var svo Ingvar Hjartarson, Fjölni, á tímanum 36:19 mín, en hann hafði meiðst í hlaupinu og kom haltrandi í mark.
 
Í kvennaflokki sigraði Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni, á tímanum 41:44 mín. Önnur var Ingveldur H. Karlsdóttir, ÍR-skokk, á tímanum 42:52 mín og þriðja var Guðrún Ólafsdóttir, Boot Camp, á tímanum 45:15 mín. Alls luku 96 keppendur 10 km hlaupinu.
 
Í skemmtiskokkinu komu systkinin Árni Kjartan Bjarnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, nánast hnífjöfn fyrst í mark. Næst á eftir þeim kom systir þeirra Signý Lára Bjarnadóttir. Alls tók 61 keppandi þátt í skemmtiskokkinu.
 
Öll úrslit má nálgast marathon.is/powerade og hlaup.is
 
Myndir af hlaupinu hafa birst á fésbókarsíðu Powerade mótaraðarinnarog munu einnig birtast á hlaup.is innan tíðar.

FRÍ Author