Blikar með fjóra titla á heimavelli

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og í 10.000m hlaupi á braut á Kópavogsvelli. 

Í tugþraut karla var það Blikinn Ingi Rúnar Kristinsson sem sigraði á heimavelli. Ingi hlaut 6501 stig fyrir sína þraut. Andri Fannar Gíslason úr KFA var annar með 6373 stig og Ísak Óli Traustason úr UMSS var í þriðja sæti með 5997 stig.

Í sjöþraut kvenna var það Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sem varði Íslandsmeistaratitil sinn og hlaut hún 4670 stig. 

Í 10.000 metra hlaupi karla á braut var það Blikinn Arnar Pétursson sem sigraði á tímanum 32:44,50 mínútum. Í öðru sæti var Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR á tímanum 24:32,42 mínútum. Í þriðja sæti var Goði Gnýr Guðjónsson úr Heklu á tímanum 39:42,75 mínútum.

Í kvennahlaupinu var það Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir sem sigraði á tímanum 37:38,06 mínútum. Í öðru sæti var það FH-ingurinn Íris Dóra Snorradóttir á tímanum 40:13,50 mínútum. Í þriðja sæti var það ÍR-ingurinn Fríða Rún Þórðardóttir á tímanum 41:01,51 mínútum.

Önnur úrslit:

Tugþraut 18-19 ára piltar

 1. sæti: Dagur Fannar Einarsson, ÍR  6636 stig

 

Sjöþraut 18-19 ára stúlkur 

 1. Sæti: Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA 6501 stig Pb.

 

Tugþraut 16-17 ára piltar

 1. Sæti: Markús Birgisson, Breiðablik 5497 stig 

 

Sjöþraut 16-17 ára stúlkur

 1. Sæti: Júlía Kristín Jóhannesdóttir, Breiðablik 4511 stig
 2. Sæti: María Helga Högnadóttir, Ármann 3795 stig
 3. Sæti: Arna Rut Arnarsdóttir, Afturelding 2831 stig

 

Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri

 1. Sæti: Veigar Þór Víðisson, Garpur 2484 stig
 2. Sæti: Daníel Breki Elvarsson, Selfoss 2110 stig
 3. Sæti: Kári Ófeigsson, FH 1272 stig

 

Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri

 1. Sæti:Ísold Sævarsdóttir, FH 3878 stig
 2. Sæti: Sara Kristín Lýðsdóttir, FH 3338 stig
 3. Sæti: Ísold Assa Guðmundsdóttir, Selfoss 3293 stig

Myndir fra mótinu má finna hér.

Úrslit frá mótinu má finna hér.