Björg Árnadóttir og Stefán Viðar Sigtryggsson íslandsmeistarar í maraþoni

Þau Björg Árnadóttir og Stefán Viðar Sigtryggsson eru íslandsmeistarar í maraþonhlaupi 2008, en meistaramótið í maraþonhlaupi fór fram í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í gær.
Stefán hljóp á 2:46,40 klst. og var 6:22 mín á undan Bergþóri Ólafssyni sem varð í öðru sæti á 2:53,02 klst. Í þriðja sæti varð svo Reynir Bjarni Egilsson á 2:57,07 klst.
Björg hljóp á 3:20,11 klst. og kom í mark rúmlega átta mínútum á undan Sigríði Björk Einarsdóttur sem varð í öðru sæti á 3:28,14 klst. Þriðja varð Sigrún Krisín Barkardóttir á 3:32,08 klst.
 
Sigurvegari í maraþonhlaupi karla varð David Kirkland frá Bretlandi, en hann hljóp á 2:32,51 klst. og fyrst kvenna í mark varð Rosalyn Alexander einnig frá Bretlandi á 3:01,01 klst.
 
Í hálfmaraþoni karla sigraði John Muriithi Mwaniki frá Keníu á 1:07,27 klst. og í öðru sæti varð Þorbergur Ingi Jónsson á 1:13,20 klst. Martha Ernstsdóttir sigraði í hálfmaraþoni kvenna á 1:23,19 klst.
Kári Steinn Karlsson vann 10km hlaupið á 31:43 mín og Fríða Rún Þórðardóttir vann sömu vegalengd í kvennaflokki á 38:34 mín.
 
Myndin er að Björgu Árnadóttur koma í mark sem íslandsmeistari í maraþonhlaupi kvenna 2008.
 
Sjá heildarúrslit á www.marathon.is

FRÍ Author