Bjarki og Sveinbjörg fjölþrautarmeistarar

Sveinbjörg hlaut samtals 4716 stig í sjöþrautinni, sem er persónulegt met og 11. besti árangur í sjöþraut frá upphafi hér á landi. Einnig bætti hún sig í öllum greinum, í sjöþraut, frá því sem hún átti best áður. Í öðru sæti varð Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik með 4581 stig sem einnig er persónleg bæting hjá henni og 15. besti árangur frá upphafi hérlendis. Þriðja varð Fjóla Signý Hannesdóttir HSK/Selfoss með 4282 stig. Í fjórða sæti var síðan Heiðrún Dís Stefánsdóttir UFA með 3439 stig.
 
Árangur Bjarka var nokkuð jafn, en samtals hlaut hann 6492 stig í tugþrautinni. Sölvi Guðmundsson Breiðablik varð annar með 5791 stig, en Elvar Örn Sigurðsson UFA þriðji með 5791 stig.
 
Í meyjaflokki luku sex keppendur þrautinni. Þar sigraði Arna Stefanía Guðmundsdóttir með 4593 stig. Önnur varð Guðrún Ósk Gestsdóttir UMSS með 3647 stig. Í þriðja sæti varð Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA með 3622 stig. Næstar komu Kristín Karlsdóttir Breiðablik (3467 stig), Sveinborg Daníelsdóttir UMSE (1995 stig) og Ólöf Rún Júlíusdóttir UMSE (1966 stig). Í sveinaflokki sigraði Arnar Orri Sverrisson ÍR með 3073 stig.
 
Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik sigraði í tugþraut í drengjaflokki með 6218 stig sem er 7. besti árangur í þessu aldursflokki frá upphafi. Örn Dúi Kristjánsson UFA varð í 2. sæti með 4997 og 3. varð Stefán Þór Jósefsson UFA með 3807 stig.
 
ÍR sigraði í öllum boðhlaupum helgarinnar. Sett var nýtt með í 3*1500 m boðhlaupi kvenna: 15 mín. 11,91 sek. Sveitina skipuðu þær: Vera Sigurðardóttir, Fríða Rún Þórðardóttir og Aníta Hinriksdóttir.
 
Heildarúrslit á mótinu má sjá á mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author