Bjarki Gíslason UFA setti aldursflokkamet í stangarstökki

Hann fór yfir 4,90m og bætti gamla metið í sínum aldursflokki (20-22) um 7cm.  Einar Daði Lárusson ÍR er efstur í sjöþraut karla eftir 3 greinar með 2255 stig í öðru sæti er Sölvi Guðmundsson Breiðabliki með 1836 stig.  Ein grein, hástökk er eftir í dag enn á morgun keppa þeir í þremur síðustu greinunum.
 
Ennfremur fer fram MÍ í öldungaflokki og þar sem er ágæt þátttaka, margar gamlar kempur mættar til leiks.

FRÍ Author