Bjarki bætti metið í þremur aldursflokkum í stangarstökki

Bjarki Gíslason UFA bætti Íslandsmetið í stangarstökki í þremur aldurflokkum unglinga á 2. Bætingarmóti UFA/UMSE í Boganum sl. föstudag. Bjarki stökk yfir 4,60 metra og bætti eigið met í drengjaflokki, en það var 4,40 metrar frá því fyrr á þessu ári. Bjarki bætti einnig gildandi met í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára, en það var 4,52 metrar í báðum flokkum í eigu Sveins Elíasar Elíasarsonar Fjölni, einnig sett fyrr á þessu ári.
Bjarki bætti innanhússárangur sinn um 20 sm, en hann á best 4,68 metra utanhúss frá sl. sumri. Þessi árangur Bjarka lofar góðu fyrir framhaldið í vetur, en ekki er ólíklegt að hann hafi sett stefnuna á 5 metra múrinn í vetur.
 
Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður, á myndinn varpar hann kúlunni á Meistaramóti unglinga í sl. ári.

FRÍ Author