Birta María Haraldsdóttir (FH) varð í dag Norðurlandameistari í hástökki U20 ára á glæsilegri sjö sentímetra bætingu. Birta stökk 1,80m í fyrstu tilraun og er þetta lágmark á EM U20 ára sem fer fram í Jerúsalem í Ísrael dagana 7.-11. ágúst. Hera Christensen (FH) sem er einnig komin með lágmark á mótið varð líka Norðurlandameistari í kringlukasti kvenna U20 ára. Hera kastaði lengst 45,40m sem kom í fyrstu tilraun. Elías Óli Hilmarsson (FH) vann til silfurveðrlauna í hástökki karla með stökki upp á 1,99m.
Heildarúrslit íslenska liðsins:
Júlía Kristín Jóhannesdóttir / 100m grind / 14,20 / 7.sæti
Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson / Þrístökk / 13,88m SB/ 4. sæti
Bjarni Hauksson / DNS
Þorleifur Einar Leifsson / 110m grind / 15,12 PB / 8.sæti
María Helga Högnadóttir / 100m / 12,67 / 7.sæti
Þorleifur Einar Leifsson / Stangarstökk / 4.00m / 8. sæti
Ísold Sævarsdóttir / 400m grind / 63.23 / 6. sæti
Arnar Logi Brynjarsson / 200m / 22.34 / 7. sæti
Júlía Kristín Jóhannesdóttir / 200m / 25.45 PB / 7. sæti
Ísold Sævarsdóttir / Langstökk / 5.79m / 5. sæti
Brynja Rós Brynjarsdóttir / Langstökk / 5,67m PB / 7. sæti
Arndís Diljá Óskarsdóttir / Spjótkast / 44,90m / 5. sæti
Heildarúrslit mótsins má finna hér.