Birna Kristín náði lágmarki á EM U18 á JJ mótinu!

JJ-mót Ármanns í frjáls­um íþrótt­um fór fram á Laug­ar­dals­velli í frekar erfiðum aðstæðum í gær, en þar voru marg­ir kepp­end­ur að berj­ast fyr­ir sæti á Smáþjóðameist­ara­mót­inu sem fram fer í Liechten­stein í byrj­un júní.

Birna Kristín Kristjánsdóttir náði lágmarki í langstökki þegar hún bætti sinn persónulega árangur með stökki uppá 5,81m en lágmarkið er 5,80m. Til hamingju Birna Kristín!

Irma Gunnarsdóttir sigraði í langstökkinu einnig með bætingu en hún stökk 5,92m. Þær stöllur keppa báðar fyrir Breiðablik.

Þrjár efstu kon­ur af­rekslist­ans í fyrra mætt­ust í 100 metra hlaupi þar sem Tiana Ósk Whitworth úr ÍR vann á tím­an­um 12,25 sek­únd­um. Önnur varð Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, ÍR, á 12,35 sek­únd­um og þriðja Birna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir úr Breiðabliki á 12,74 sek­únd­um. Mikill mótvindur var í hlaupinu og því ljóst að þær eiga inni töluvert betri tíma í komandi hlaupum.

Í 100 metra hlaupi karla vann Jó­hann Björn Sig­ur­björns­son, UMSS, á tím­an­um 11,14 sek­únd­um. Ann­ar var Juan Ramon Bor­ges, Breiðabliki, á 11,53 sek­únd­um og brons fékk Óli­ver Máni Samú­els­son, Ármanni, en tími hans var 11,74 sek­únd­ur. Í þessu hlaupi var einnig mikill mótvindur og erfitt að ná góðum tímum í slíkum aðstæðum og það verður gaman að fylgjast með endurkomu Jóhanns á næstunni og má búast við að hann veiti Íslandsmethafanum Ara Braga Kárasyni og Kolbeini Heði Gunnarssyni skemmtilega keppni í sumar,

Í 400 metra hlaupi kvenna vann Dag­björg Lilja Magnús­dótt­ir, ÍR, á tím­an­um 60,52 sek­únd­um og bætti um leið sinn besta ár­ang­ur. Sara Hlín Jó­hanns­dótt­ir og Kolfinna Kar­els­dótt­ir, báðar úr Breiðabliki, komu þar á eft­ir á 60,56 sek­únd­um og 66,47 sek­únd­um.

Í 400 metra hlaupi karla fór Bjarni Ant­on Theó­dórs­son, Fjölni, með sig­ur úr být­um á tím­an­um 51,09 sek­únd­um en afar hörð keppni var um silfrið. Björn Þór Gunn­laugs­son, Ármanni, hreppti það á tím­an­um 54,84 sek­únd­um og 1/​100 úr sek­úndu þar á eft­ir kom Árni Hauk­ur Árna­son, ÍR, og fékk brons á sín­um besta tíma í grein­inni.

Besta stiga­afrek móts­ins átti Dag­bjart­ur Daði Jóns­son úr ÍR, en hann kastaði þá 71,35 metra í spjót­kasti og stóð uppi sem sig­ur­veg­ari en Örn Davíðsson FH varð annar með kasti uppá 68,09m.

Í spjót­kasti kvenna vann María Rún Gunn­laugs­dótt­ir, FH, en hún kastaði 45,66 metra.

 

.