Bikarkeppnir FRÍ um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

Bikarkeppnir FRÍ um helgina

55. Bikarkeppni FRÍ fer fram laugardaginn 13. ágúst á frjálsíþróttavellinum í Mjódd. Það eru sex lið skráð til keppni og eru það Ármann, Breiðablik, FH A, FH B, HSK og ÍR. Keppni hefst klukkan 13:00 á 110 metra grindahlupi karla.

Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit.

Keppnisgreinarnar í ár eru:

KarlarKonur
110 metra grind100m grind
HástökkLangstökk
SpjótkastSleggjukast
100m100m hlaup
400m400 metra hlaup
Kringlukast Kúluvarp
Þrístökk karlaStangarstökk
800m800m
3000m3000m
1000m boðhlaup1000m boðhlaup

Á laugardaginn fer einnig fram Bikarkeppni 15 ára og yngri þar sem fimm stúlknalið og sex piltalið eru skráð til leiks. Það eru lið Breiðablik, FH A, FH B (pilta lið), HSK A, HSK B og ÍR. Fyrsta grein hefst klukkan 10:00 og er það 100 metra grindahlaup pilta. 

Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Bikarkeppnir FRÍ um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit