Á sunnudaginn 17. mars fer fram 18. Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika. Sex karlalið og sjö kvennalið eru skráð til leiks að þessu sinni. Það voru FH-ingar sem urðu bikarmeistarar innanhúss og utanhúss á síðasta ári.
Karlalið: Breiðablik, FH A, FH B, HSK, ÍR, UFA
Kvennalið: Breiðablik, Fjölnir, FH A, FH B, HSK, ÍR, UFA
Keppni hefst klukkan 14:00 og lýkur um 17:00. Keppendalista, tímaseðil og úrslit má finna hér.
Keppnisgreinarnar í ár eru:
Konur | Karlar |
---|---|
60m | 60m |
400m | 400m |
1500m | 1500m |
60m grindahlaup | 60m grindahlaup |
Langstökk | Hástökk |
Stangarstökk | Þrístökk |
Kúluvarp | Kúluvarp |
4x200m | 4x200m |
Bikarkeppni 15 ára yngri
10. Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri innanhúss fer einnig fram á sunnudag og eru þar skráð til leiks níu piltalið og ellefu stúlknalið.
Piltalið: Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FH A, FH B, HSK, ÍR, UFA, UMSS.
Stúlknalið: Ármann, Breiðablik, Fjölnir FH-A, FH-B, HSK A, HSK B, ÍR-A, ÍR-B, UFA, UMSS.
Keppni hefst klukkan 10:00 og lýkur um 13:00. Keppendalista, tímaseðil og úrslit má finna hér.