Á laugardag 5.mars fer fram 16. Bikarkeppni FRÍ í Laugardalshöll. Alls eru fimm lið eru skráð til keppni, þau eru Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölnir, ÍR og HSK. Keppni hefst klukkan 14:00 og má sjá tímaseðil, keppnendalista og úrslit hér. Það voru FH-ingar voru Bikarmeistarar árið 2020 en keppnin fór ekki fram í fyrra vegna heimsfaraldurs.
Keppnisgreinarnar í ár eru:
Karlar | Konur |
---|---|
60m | 60m |
400m | 400m |
1500m | 1500m |
60m grind. | 60m grind. |
Kúluvarp | Kúluvarp |
Þrístökk | Langstökk |
Hástökk | Stangarstökk |
4x200m | 4x200m |
8. Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fer einnig fram á morgun og hefst keppni klukkan 10:00. Átta lið skráð til keppni, þau eru Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölnir, ÍR-A, ÍR-B (stúlknalið), HSK-A og HSK-B. Það voru Ármenningar sem voru Bikarmeistarar í fyrra. Tímaseðil, keppnendalista og úrslit má finna hér.