Bikarkeppni FRÍ U16 innanhúss í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag – spennandi og glæsileg keppni ungmenna í elstu íþróttagreinum heimsins.

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fer fram í dag í Kaplakrika í Hafnarfirði – keppni hefst kl. 13:00. Alls eru 9 lið skráð til keppni og þátttakendur alls 135. Allir eru velkomnir í frjálsíþróttahöllina í Kaplakrika í dag til að fylgjast með og hvetja æsku landsins til framfara í elstu íþróttagreinum heimsins – frjálsíþróttum. Fjölmiðafólk er sérstaklega hvatt til að nýta þetta tækifæri til að fylgjast með og geta um það góða sem æska landsins er að gera á þessum vettvangi íþróttanna – vettvangi þar sem allir hafa hlutverk, kynjamismunun er engin og framfarir hvers og eins eru í hávegum hafðar.

FRÍ Author