Bikarkeppni FRÍ í hefst í kvöld á Laugardalsvelli

Ljóst er að spennandi keppni verður í 44. Bikarkeppni FRÍ sem fram á Laugardalsvelli um helgina. Lið FH sem vann bæði karla- og kvennakeppnina í fyrra, auk þess að vinna samanlagt, fær harða keppni frá liði ÍR sem vann stigakeppni MÍ í síðasta mánuði. ÍR og FH eru langsigursælustu lið keppninnar frá upphafi, en FH hefur unnið keppnina samfellt í 16 í röð og með sigri sínum bæta þeir sigurgöngumet sem þeir deila með ÍR-ingum.
 
Auk þessara tveggja liða mæta fjögur önnur lið til keppni: Ármann og Fjölnir eru með sameiginlegt lið, Breiðablik, Héraðssambandið Skarphéðinn og sameiginlegt lið Norðurlands, þ.e Skagfirðinga, Eyfirðinga, Akureyringa og Þingeyinga.
 
Þar sem nær allt besta frjálsíþróttafólk landsins er skráð til leiks, má búast við góðri keppni í einstaklingsgreinum þó aðalbaráttan verði í keppni á milli liða. Alls eru um 200 keppendur skráðir til leiks hjá þeim sex liðum sem keppa.
 
Keppnin hefst kl. 18 í kvöld föstudag og kl.11 morgun, laugardag. Bikarmeistarar FRÍ 2009 verða síðan krýndir að keppni lokinni um kl. 14:30 á laugardag.

FRÍ Author