Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri – Átta lið keppa á Sauðárkróki

Bikarkeppni FRÍ fyrir 16 ára og yngri fer fram á Sauðárkróki nk. laugardag í umsjón UMSS.
Átta lið taka þátt í keppninni að þessu sinni; FH, HSK, ÍR (A B C lið), UMSE/UFA (A B lið) og UMSS.
 
Keppnin hefst kl. 14:00 og eru áætluð mótslok kl. 16:40. Keppt er um Bikarmeistaratitil í meyja og sveinaflokki og samanlagt í báðum flokkum. Lið FH sigraði í bæði sveina og meyjaflokki á sl. ári.
 
Hægt verður að skoða leikskrá fyrir keppnina í mótaforritinu hér á síðunni á morgun.

FRÍ Author