Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fer fram 20. ágúst

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fer fram sunnudaginn 20. ágúst nk. á Þórsvelli, Akureyri.

Búast má við hörkukeppni en í fyrra munaði aðeins hálfu stigi liði HSK-A og ÍR-A.

Lið HSK-A bar þá sigur úr býtum í heildarstigakeppninni með 185,5 stig, lið ÍR-A var í öðru sæti með 185 og hafnaði lið UFA/UMSE í þriðja sæti með 161 stig.

Lið HSK-A sigraði stigakeppnina í stúlknaflokki og lið ÍR-A sigraði stigakeppnina í piltaflokki.

Skráningar á mótið skulu berast í síðasta lagi þriðjudaginn 15. ágúst.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Hér má sjá boðsbréf mótsins.