Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri á sunnudaginn

Framtíðar stjörnur frjálsíþróttaheimsins munu keppa, sunnudaginn 19. ágúst í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri. Mótið fer fram í Kaplakrika, hefst klukkan tólf og fer seinasta grein af stað korter yfir þrjú. Átta lið eru skráð til keppni í piltaflokki og níu lið í flokki stúlkna. Það eru Ármann, Breiðablik, FH, Fjölnir/Afturelding, HSK/Selfoss, ÍR, UFA/HSÞ og UMSS.

HSK er ríkjandi bikarmeistari utanhúss eftir að hafa sigrað með miklum yfirburðum í fyrra. Árinu áður stóð HSK einnig uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni með hálfu stigi meira en ÍBR. Því verður spennandi að sjá hvort HSK sigri þriðja árið í röð sem keppir nú með Selfoss í sameiginlegu liði.

Tímaseðil og keppendalista má sjá hér