Bikarhelgi framundan!

12. Bikarkeppni FRÍ fer fram á morgun í Kaplakrika í Hafnarfirði. Níu lið eru skráð til leiks og má búast við æsispennandi keppni í mörgum greinum. ÍR-ingar báru sigur úr býtum í fyrra í heildarstigakeppninni og í karla-og kvennaflokki. FH-ingar höfnuðu þá í 2. sæti í heildarstigakeppninni og hlutu þá 83,0 stig gegn 98,0 stigum ÍR-inga. Breiðablik hafnaði í 3. sæti í heildarstigakeppninni í fyrra með 67,0 stig.

ÍR og FH senda sterk lið til keppni í ár og er ljóst að keppnin þeirra á milli verður mjög spennandi.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Bikarkeppni 15 ára og yngri fer fram á sunnudaginn og fer mótið einnig fram í Kaplakrika. Sjö lið munu berjast um bikarmeistaratitilinn í ár. Í fyrra sigraði lið HSK-A með yfirburðum og hlaut liðið 116,0 stig í heildarstigakeppninni. ÍR hafnaði þá í 2. sæti með 77,0 stig og lið Fjöleldingar í 3. sæti með 75,0 stig.

Lið HSK-A bar þá einnig sigur úr býtum í karla-og kvennakeppninni og hlaut liðið 58,0 stig í báðum flokkum.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Flest okkar fremst frjálsíþróttafólk mun keppa á mótinu um helgina má þar helst nefna:

  • Anítu Hinriksdóttur sem keppir í 1500 m hlaupi,
  • Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur sem keppir í 400 m hlaupi,
  • Tiönu Ósk Whitworth sem keppir í 60 m hlaupi,
  • Huldu Þorsteinsdóttur sem keppir í stangarstökki,
  • Kristin Torfason sem keppir í langstökki,
  • Þorstein Ingvarson sem keppir í langstökki og
  • Óðin Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi

Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur alla til þess að mæta í Krikann á morgun og hvetja keppendur áfram!