Bestu tímar heimsins innanhús í ár.

 Þegar skoðað eru bestir tímars ársins í heiminum innanhúss hjá ýmsum aldursflokkum þá sjáum við íslenskar stelpur þar á meðal efst bæði í 400m og 800m.
 
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR er með besta tímann 19 ára og yngri í 800m með tímann 2:01,81mín en næsti tími á eftir henni er 2;06,29mín. Hún er einnig á meðal efstu í 400m hlaupi með tímann 54,48sek og það gefur henni 8.sætið. Besti tíminn þar er 53,59sek. Hér er hægt að skoða hennar upplýsingar. 
 
Í 400m 17 ára og yngri þá má sjá Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH með þriðja besta tímann á 56,05sek. Frábær árangur hjá stúlku sem er aðeins á fjórtánda árinu og sést það best á því hvað þetta er efnilegur hlaupari að efstu 20 í heiminum í 400m 17 ára og yngri eru 2-3 árum eldri en hún. Aðeins 1 stelpa meðal efstu 20 er einu ári eldri en hún en engin jafngömul. Frábært efni hér á ferð og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hér er hægt að skoða upplýsingarnar um Þórdísi.

FRÍ Author